Þetta er eitt af því sem kemur mér alltaf í svakalegt jólaskap. Þessi fræga setning kom frá henni elsku Siggu minni þegar við vorum að vinna á Café Mílanó saman. Hún stóð þarna hjá mér og var greinilega komin í jólaskapið og eitthvað hefur hún miskilið það sem Stebbi Hilmars sagði og raulaði "Ég vildi að ég væri jólahjól" með mikilli innlifun.
Þar sem ég geri ekki mikið að halda aftur af mér á embarasing moments þá missti ég mig í hláturkasti.....ahh good times :o)
En hvað kemur ykkur í jólaskapið? Jólakortin? Skreytingarnar hjá skreytióða grannanum? Sjá pakkana streyma inn?
miðvikudagur, desember 14
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

6 ummæli:
Tja.. þetta minnir bara á óskina um að eiga traktor sem varð að óskinni að vera traktor... ;o)
Það minnir mig líka á þegar við óskuðum að vera ríkar stelpur...sem fór út í að ef við værum ríkar þá mundum við kaupa traktor, með meiri drykkju fór það út í að vera traktor....og með enn meiri drykkju fór það út í að segja við hljómsveitarmeðlimi The Last Crack, "við eigum enga svona boli!"..."okkur langar í svona boli!", "hvar eru bolirinir okkar??" ohh þetta var skemmtilegt fyllerí :o)
Þegar fyrsta jólakortið kemur í gegnum lúguna eða öllu heldur í póstkassann (ég er ekki með lúgu) ;o)
þegar ég kemst heim og get farið að skreyta jólatréið og í stofunni
Vá... talandi um að skreyta, ég veit fátt leiðinlera en að skreyta! Það er allt í lagi að skreyta tréð og henda upp einhverjum seríum en anarskonar skraut (annað en einhverjir jólakallar sem þarf bara að leggja á borð eða eitthvað) finnst mér svoooo boring :/
Ég komst í jólaskap í jólahlaðborðinu hjá Húsasmiðjunni.
Ég var sko desegnated driver og var búinn að búa mig undir að drekka vatn allt kvöldið (eða kók) en gaurinn sem var að þjóna kom með fulla könnu af malt&appelsín bara handa mér :-D
Skrifa ummæli