mánudagur, janúar 30

HANN HATAR MIG!

Já hann hatar mig!

Littli kroppurinn hans Castros er fullur af hatri núna. Dagurinn sem hann hefur mest kviðið fyrir á hverju ári rann upp í gær.
BAÐDAGUR!!!!!!!!!
Littlu hárbeittu klærnar glenntust í allar áttir og mjálmið/ópið/öskrin ópuðu um allt hverfið þegar ég og Maddi reyndum að koma loðna skrattanum í balann.
Með öllum útlimum var honum haldið niður í balanum meðan hann var skrúbbaður og skolaður, eftir það voru notuð 4 stór handklæði til að bæði halda og þurrka honum.
Eftir þetta, goodbye needy cat, hello hatursfulli kattarandskoti sem viljandi er að vekja mann á nóttuni!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bwahahahahaha... snilld :D

Nafnlaus sagði...

ég hefði viljað sjá þetta á myndbandi :o)

Anna Sjöfn sagði...

Við ætluðum að taka myndir en hann lét bara svo illa að það var ekki hægt!

Nafnlaus sagði...

Hann var líka svo lítill og blautur og asnalegur að það hefði ekki verið fallegt :)