þriðjudagur, janúar 24

Kakó og kökur.

Æi hvað þetta var skemmtilegt kvöld, ég fékk góðvini mína Maríu og Finn í heimsókn. Ég var búin að tala við hann Finn Rafmagnsgúrú að kíkja á útiljósið mitt, þar sem mér fannst það ekki heillandi að segja við verðandi kaupendur"Allt mjög fínt en ekki snerta þennan forboðna takka(því þá fer rafmagnið af öllu pleisinu)"
Á eftir var boðið upp á heitt kakó og köku við mikla kæti en á meðal umræðuefna kvöldsins voru:
-Ef við eignumst hund á þá Castro eftir að éta hann??
-Þessar spes plöntur sem éta fugla og önnur smádýr, loka þau "munninum" á sér rosalega hægt eða rosalega hratt???
-Mala ljón???
-Er eitthvað viðbjóðslegra en köngulær sem geta stokkið á mann.
-Er ekki allir sammála að myndin The Fog er afskaplega leiðinleg "Flýttu þér, þokan er að ná okkur...ó nei.....ég dey!!!"

Ef að einhver er við svör við þessum spurningum þá endilega commentið...




Maki rafmagnssérfræðings míns

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hugsa að Castró mundi ekki éta hundinn en hann gæti reynt að ríða honum, sérstaklega ef hundurinn væri ekki af stærstu sort... Og ég veit að Castró er geldur, ég er bara hætt að taka mark á svoleiðis. Heimilishögnin hér, hann Elvis, er graður 24/7 og SAMT er hann geldur... ég býð eftir að sjá hann reyna að ríða hundinum...

Nafnlaus sagði...

-Ef við eignumst hund á þá Castro eftir að éta hann?? Nei ábyggilega ekki!
-Þessar spes plöntur sem éta fugla og önnur smádýr, loka þau "munninum" á sér rosalega hægt eða rosalega hratt??? Ég mundi segja eitthvað þarna á milli, fer samt eftir tegundum!
-Mala ljón??? Já
-Er eitthvað viðbjóðslegra en köngulær sem geta stokkið á mann. hehe... já, stórar gráar pöddur með skel sem detta á þig á meðan þú liggur uppí rúmmi!!!!
-Er ekki allir sammála að myndin The Fog er afskaplega leiðinleg "Flýttu þér, þokan er að ná okkur...ó nei.....ég dey!!!" Jú ég er svo sammála!

Nafnlaus sagði...

ATH ljón geta EKKI malað þau eru of stór, þau urra í staðinn!!!! þessi lion king lýgi er að fara með heiminn....

Nafnlaus sagði...

Anna mín, á vísindavef HÍ þá segir:

Heimiliskettir mala samfellt, það er að segja ekki er hægt að greina neina breytingu þegar dýrið andar að sér eða frá sér. Hið sama á við um gaupuna en aftur á móti MALA LJÓN aðeins þegar þau anda frá sér.

Í flestum tilvikum virðist mega setja samasemmerki milli vellíðunar og þess að kattardýr mali. Heimiliskettir mala gjarnan þegar þeir liggja í kjöltu eiganda síns. Kvendýr allra tegundanna mala þegar afkvæmin sjúga þær. LJÓNYNJUR MALA einnig þegar þær eru í bríma, það er þegar þær eru móttækilegar fyrir athygli karldýrs. Þótt merkilegt megi virðast mala læður oft meðan þær eru að gjóta þótt ekki virðist líklegt að þeim þyki það sérstaklega gott. Þá munu vera dæmi um að særðir kettir mali. Merkingin er því fremur óljós.

því myndi ég segja að ljón mali :op

Nafnlaus sagði...

...ég lít út fyrir að vera mjög skökk á þessari mynd. skökk augu og skakkur munnur....