miðvikudagur, janúar 11

Þúsundþjalasmiðurinn ég.



Það er nú alveg greinilegt að vinna í Húsasmiðjunni(þó það sé bara í upplýsingum) er að rub of on me. Ég ákvað í byrjun vikunar að bíða ekki eftir því að einhver karlmaður mundi laga gluggana mína heldur tók ég mig til og byrjaði á því sjálf.
Þurfti nú ekki mikið að gera nema pússa, sparsla og mála, en ég tók málin í mínar hendur og fékk strákana niður í vinnu til að finna rétta dótið og voilâ, mín farin að hamast á gluggunum eins og hún eigi lífið að leysa.
Það er greinilegt að mínir hæfileikar liggja á fleiri stöðum heldur en símsvörum og liggja undir kvörtunum :oD

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna the builder :D

Nafnlaus sagði...

Þú ert alveg meiriháttar og svo fjölhæf alltaf Anna mín! ;o)

Nafnlaus sagði...

svo dugleg