þriðjudagur, mars 28

Allt er þegar þrennt er :o)

Jæja nú er mál að koma með smá tilkynningu!
Frá með deginum í dag heiti ég:
Anna Sjöfn Skagfjörð Guðjónsdóttir
Ég er búin að vera með þetta í hausnum á mér í mörg ár og eftir að hún Anna Kata sagði mér að það er búið að breyta reglunum um þetta þá ákvað ég bara að drífa í þessu.
En svo að fólk haldi ekki að ég taki bara upp nafn af handahófi þá er þetta nafn frá afa mínum sem dó 1966, þegar mamma var 8 ára, hann hét Ingólfur Skagfjörð.
Ég þurfti þó að hafa svolítið fyrir því að fá þetta því samkvæmt lögum má bara skipta um nafn einu sinni á ævinni og ég er búin að því.
Kannski að ég taki upp nafn eiginmannsins í leiðinni, Anna Sjöfn Skagfjörð Guðjónsdóttir Pálsson ;)
En ég á ekki eftir að blogga núna í ca viku, ég er að fara til Hollands á morgun :oD

Með kveðju frá Hollandi(bráðum)
Anna Sjöfn Skagfjörð Guðjónsdóttir

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU :o) :o) er svo glöð fyrir þína hönd..

Nafnlaus sagði...

Til hamingju ástin mín

Anna Sjöfn sagði...

Well thank you Mr.Pálsson ;)

Nafnlaus sagði...

Ég gratúlera ;o)

Nafnlaus sagði...

til lukku