mánudagur, mars 13

Eiginmaðurinn dregur heim flækingskött

Já kallinn kom heim af æfingu áðan og sagðist þurfa að fara aftur því hann sá munaðarlausann og sársvangann kött fyrir utan Sunnubúð(the local store). And off he went, korteri seinna kom hann heim aftur......með köttinn!!
Það er ókunnugur samt fallegur köttur að kúra upp að mér núna, lætur eins og hann sé heima hjá sér og heimiliskötturinn hann Castro læstur inní svefnherbergi alveg bandbrjálaður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ahhahahahahahahahaah
hvað ætlarðu að gera við hann????

Nafnlaus sagði...

Haha... "Sjáðu hvað kötturinn dró inn!!" :þ

Anna Sjöfn sagði...

Við þurftum að fara með hann í Kattholt, við erum samt að pæla ef enginn kemur að sækja hann þá mundum við taka hann að okkur.

Nafnlaus sagði...

helduru að allir heimilismeðlimir samþykki það?? :o)