Síðan að ég flutti þá er veðrið í þessu pleisi búin að samanstanda af rigningu, snjó og skítaveðri.....allt í einu í dag er 20 stiga hiti og logn. Hvað er málið!
En ég verð að segja fréttir af helginni minni, ég fór á bekkja-reunion með honum Madda mínum og furðulegt en satt þá var bara rosalega gaman að djamma með 30 manns af árgangi '78 sem ég þekkji ekkert. Síðan eftir það var ball á hótelinu með Todmobile...það var æðislegt.
Ég verð nú að segja það að ég er farin að fíla mig hérna í sveitinni.
En af gefnu tilefni þá vil ég þakka eftirtöldum fyrir stuðning á erfiðum klukkutímum í gær ;)
Mamma
Berglind
Árdyz "helvítis snillingur"
Guðbjörg-fyrir lögfræðiráðgjöf
Anna Kata
Kristján
mánudagur, maí 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

8 ummæli:
hm, og hvað geriðst á þessum erfiða klukkutíma??
Er ekki allt í orden? :o/
Er komin niðurstaða í málið???
þetta var ég
Haha ég var að segja upp á leikskólanum í vinnuni og þar sem ég var búin að skrifa undir tímabundin ráðningarsamning þá mátti ég ekki hætta.
Svo ég spurði alla sem ég vissu að hefðu vit á svona(lögfræðinemum, leikskólafólki og almennum snillum) hvað ég gæti gert og hvað getur hún gert mér ef ég geri ekki það sem hún segjir ;)
Allt í orden núna, ég fæ að hætta og ég er líklegast að fara að vinna í vínbúðinni :oD
Hæ hæ gaman að heyra að það gengur svona vel í sveitinni ;) Það er líka búið að vera gott veður í borginni. Langaði bara að kvitta fyrir innlitinu. Setti link á þig á minni síðu ;)
Auðvitað reddaðist þetta ;o) Hlakka til að hitta þig eftir ógó fáa daga!!! :D
Alltaf gott að fá húsgestinn í heimsókn :oD
Skrifa ummæli