
mánudagur, júlí 17
Bæjarferð og veiðiferðu
Ég fór í bæjarferð í gær að kaupa ammalisgjöf handa pabba, fór síðan í sveitina að veiða. Ég var alveg búin að gleyma hvað það er rosalega gaman að fara að veiða, en því miður veiddi ég ekki neitt en tel það hafa verið hestunum að kenna. Hestarnir voru svo rosalega forvitnir að þeir komu og stóðu alveg á skottinu á manni. Ég reyndi að útskýra fyrir þessum hestum að þeir voru að eyðileggja veiði-grúvið mitt en þeir neituðu að hlusta. Einnig tel ég að tengdapabbi minn haldi að ég sé eitthvað heft eða misgáfuð eftir þetta.

Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli