miðvikudagur, ágúst 23

Í gamla daga....

"Ég man í gamla daga þegar kók í bauk kostaði bara 69kr!!!".... þetta vorum við Eyrún að ræða um í vinnunni í dag þegar okkur blöskraði á verði á gosi í Esso.
Talandi um gamla daga, ég ætla að setja inn þessar myndir sem ég fann þegar ég var að taka til um daginn. Þið fólkið sem þekkjir okkur eldri systkinin finnst þetta kannski soldið skondið ;)
-
Þetta er ég í gamla daga þegar það þurfti ekki mikið meira en lítinn bolta til að veita mér ómælda gleði og hamingju.

Þetta er hann Garðar litli kútalingurinn.


Ég og Ingi bróðir, ég greinilega ennþá kát yfir litla boltanum en Ingi frekar fýldur því ég virðist hafa smitað hann af hlaupabólu ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Krúttlegar myndir ;o)

Nafnlaus sagði...

arg já þetta er dúllo þú alltaf jafn kát ...þessi mynd af þér og inga er alveg priceless =)