mánudagur, ágúst 14

PRÓFIN BÚIN ! ! !

Jæja núna eru prófin mín búin, við mikla gleði á þessu heimili. Síðasta prófið var í dag, sem var danska og á að vera síðasti áfanginn í því. Ég yrði ekki hissa ef ég fell, ég fór í munnlega þáttinn í prófinu og gjörsamlega FRAUS!!
Það kom ekkert gáfulegt út úr með og hvað þá á dönsku!!!!!ég heyrði hana hugsa "djös æpandi vanviti er þetta".
En núna hef ég ekki mikið meira að gera en að hlakka til að fara til Tenerife :)
Núna eru bara 29 days, 18 hours, 39 minutes and 18 seconds þangað til :oD

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vonandi hefur þetta gengið betur en þér fannst, :o) til lukku með að vera búin í prófum.

Nafnlaus sagði...

Hahaha.... du er dum og grem!! ;o) Djóks! Þú hefur rústað þessu gella ;o)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með það!

Anna Sjöfn sagði...

Takk elskunar mínar, er búin að fá úr prófunum, gekk svona lala, en ég er mjög ánægð að ég fékk góðar einkunir fyrir 2 íslenskuritgerðir sem ég gerði....8 og 9 :)

Nafnlaus sagði...

Eitt comment varðandi vinnustaðalinkinn??? Hehe