þriðjudagur, janúar 23

Alltaf jafn gaman

Já það er alltaf jafn gaman að stríða honum Garðari bróður mínum.
Ég held ég sé að bæta upp áralangt "eldri bróðurs bögg".
Verð að setja inn símtal sem ég átti við hann áðan þegar að mér leiddist eitthvað.

Garðar: Halló
Ég: Sæll, er þetta Garðar Már.
Garðar: Já þetta er hann.
Ég: Þetta er Fíkniefnalögreglan í Reykjavík, þekkjir þú mann að nafni xxxxxx(kom með nafn á ólánsömum vini hans sem við þekkjum bæði vel).
Garðar: *andvarp*Já, af hverju?
Ég: Hann var tekin um helgina og sagði að þú hafir selt honum mikið magn af fíkniefnum.
Garðar: Ha??? Gerði hann það já.
Ég: Ég verð að biðja þig um að koma hingað í yfirheyrslu.
Garðar: Já okei.
Ég: Bwahahahahahahahahahah nei nei nei nei ég get ekki meir!!!!!!!

Þetta er alveg yndislegt, hann fellur fyrir þessu every time! Og að drengurinn þekkji ekki röddina á systur sinni.
Ahh jæja ætti maður ekki að fara að vinna í staðinn fyrir að vera að þessum fíflalátum ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha -

ég elska svona bræðra bögg, þótt maður ætti að vera lööngu vaxinn uppúr þessu! ;)

-Mary

Nafnlaus sagði...

alveg brilliant ;) maður ætti kannski að fara að stunda svona símahrekki í meira mæli þegar manni leiðist

Nafnlaus sagði...

Anna þú ert bara svo mikill snilla leikari!!

Nafnlaus sagði...

Hahaha... brilliant!! Thetta er svo fyndid!! Ég man thegar ég "seldi" fullt af vinum mínum áskrift af Bleiku & Bláu og med thví fylgdi byrjendapakki fyrir áhugafólk um BDSM. Thetta var sko samstarf milli Bleikt & Blátt og BDSM samtakanna á Íslandi til ad reyna ad minnka fordóma í gard BDSM. Svona gaman var einhvern tímann á rúntinum, gott ef Margrét Bjørg var ekki ad keyra og sv ohlógum vid saman af øllum sem "keyptu áskrift" !!

Múhahaha... thad tharf svo lítid til ad gledja einfaldar sálir sem okkur...! ;o)