Ohh my mushy heart!!!
Ég er núna ennþá að jafna mig eftir að hafa horft á "March of the penguins". Ég veit bara ekki af hverju en það tók bara rosalega á að horfa á hana.
Það var fylgst með lífi og raunum Keisaramörgæsanna á Suðurskautslandinu, sýnt þegar þau voru að finna makann sinn (svakalega sætt), þegar þau eignuðust lítinn mörgæsamola og geymdu hann undir spikinu sínu ;) og það sem tók mest á þegar að eftir 8 mánuði af brjálæðislegu basli, lífshættum og djöflaveðri þá dó unginn þeirra.
Ein mörgæsakonan var svo miður sín að hún reyndi að stela mörgæsabarni af annari mörgæs.
Þessi raunasaga tók svo á mig að á endanum var Maddi farinn að reyna að sannfæra mig um að þetta væru leikarar og þegar leikstjórinn öskraði "cut!" þá stóðu "dauðu"mörgæsabörnin upp og fengu heitt kakó og teppi.
En það hjálpaði mikið þegar ég og Maddi horfuð í gærkveldi á "Happy feet" sem er teiknimynd byggð á þessari mynd og er í einu orði ÆÐISLEG!!
fimmtudagur, febrúar 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Æ, þú ert svo mikið hjarta.
Hehehe, sé þetta fyrir mér...."cut"hehehe. Fyndinn kall sem þú átt:)
haha - awwww
-mary
Skrifa ummæli