mánudagur, apríl 16

Buzy bee

Alveg brjálæðislega skemmtileg helgi, það sem stendur upp úr er eftirfarandi:

*Svakalega góður matur á Tapas, ég, Maddi og Árdyz erum líka á því að þegar maður kaupir Sangríu þá á að vera "Buy one get one free"
*Greyið Árdyz ratar stundum ekki heim í nýja húsið sitt ;o)
*Hann Aðalbjörn Tryggvason var maður kvöldsins á föstudag þegar hann spilaði hvað eftir annað GÆÐALÖG með David Coverdale(allir vinir mínir ættu að vita að hann er platónskur sálufélagi minn......hann Coverdale!)
*Það var rosalega gaman að hitta hann Bleik(Dötta) og konuna hans, ef þið eruð að lesa þetta þá vil ég biðjast afsökunar á að hafa ruglast á henni og fyrrverandi.
*Í fimmtugsafmæli þá vorum ég, eiginmaður minn og 9 ára gamall bróðir minn að RÚSTA öðrum 9manns í Partýspilinu um helgina, chemistry you know!!!
*Yngri stjúpsystir mín var rosalega tapsár í spilinu og held ég að hún muni ekki tala við mig á næstunni.
*Fór líka í rosalega fancy þrítugsafmæli, til hammingju Stebbi!

Engin ummæli: