sunnudagur, maí 20

Blogg leti!

Ég held að það hafi aldrei liðið svona langt frá bloggi hjá mér. Þetta er eiginlega bara til háborinnar skammar. En ég er bara svo rosalega upptekinn eitthvað, þegar ég er ekki að vinna, þá er maður að taka til, síðan er búið að bætast ofan á undirbúningur fyrir hið mikla grillpartý þann 9 júní!
Búin að senda út helming af boðs-sms-unum og er núna að tilla mér og plana meðlæti og drykkjarföng. Þetta verður allt mjög gaman.
Ég verð nú samt að segja frá því að ég fór í litun í gær til hennar Rán, sem er alveg meiriháttar hársnilli. Eins og alltaf þá gerði hún mig meira fallega, en til að toppa þetta allt í gær þá settum við 2 stórar fjólubláar strípur í kollinn, sem komu bara stórglæsilega út. Ég mundi sjálf fara á mig ef ég væri með svona sjálfsástarhneigð.
Well got to go, heimsklasa grillveisla planar sig ekki sjálf!!

Engin ummæli: