mánudagur, ágúst 20

Sumarfrí here I come!!

Ég veit, ég veit! Ég er búin að vera óttalegur kjáni þegar kemur að þessu bloggi mínu!

Ég er bara búin að vera á kafi í vinnu og er búin að vanrækja lesendur mína ;o)
En núna fer að koma að sumarfríi mínu og þá fer að lifna yfir mér. Einungis 6 dagar í sumarfrí núna og er ég búin að skipuleggja það til hins ýtrasta.
Hér eru the high points:

1. Á föstudaginn í næstu viku þá fer ég með honum Madda og dáðadrengjunum í Dark Harvest til Osló. Þeir eru að fara að spila þar fyrir einhverja krúttenpútta.

2. Við heimkomu förum við beinustu leið í Undraland. Undraland er óðall sem góðvinkona okkar hún Árdyz á og hefur verið að gera upp. Hún er svo nice að góðlátlega lána okkur hann í nokkra daga. Ég er mikið búin að hlakka til og fór um helgina og keypti tennisdót, frispídisk og flugdreka til að hafa ofan af fyrir okkur.

Ég keypti líka baunabyssu en ég fór í byssó með Inga bróðir og Franza og týndi öllum kúlunum :o(

3. CHRIS CORNELL tónleikarnir! Það lætur enginn þessa tónleika fram hjá ser fara!

Síðan er fullt af svona littlum hlutum eins og að fara að veiða í sveitinni, heimsóknir til ættinga og fleira.

Jæja ég ætla að fara að leita að hvort það sé eitthvað skemmtilegt hægt að gera í Osló. Það sem ég hef heyrt so far er að það er dýrara þar en á Íslandi og síðan virðist fólk ekki vita neitt meira. Andskoten.

Þangað til næst!!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmmm, ég hlakka til - á eftir að rústa þér í baunabyssó!

Nafnlaus sagði...

OHH tennisdót, frispí og fleira, get ekki annað en hugsað til þess hvað allt var einfalt þegar maður var lítill. má ég koma með og vera lítil í smá tíma ;)

Anna Sjöfn sagði...

Endilega Anna mín. Þú mátt hjálpa mér að setja saman flugdrekann. :o)

Nafnlaus sagði...

Þið verðið endilega að koma til okkar á Hólmavík! Hvaða daga ætlið þið að dvelja í Kollafirðinum? :o)

Anna Sjöfn sagði...

Við förum um leið og við komum heim frá Oslo. Leggjum af stað 2. September og AUÐVITAÐ kíkjum við á ykkur :oD