miðvikudagur, september 12

OSLÓ-FERÐ OG UNDRALAND

Vá það var nú komin tími til að blogga. Ég er búin að vera rosalega löt með það í sumar :(
En ég er að jafna mig eftir sumarfríið mitt.
Það byrjaði á Oslóar-ferð með dáðadrengjunum í Dark Harvest þar sem þeir voru að spila fyrir Hells Angels, það var nú bara í einu orði YNDISLEGT. Ég var að tala um það hálfa ferðina að ég ætlaði að flytja lögheimilið mitt í höfuðstöðvarnar þeirra.
Ég sá ekkert af Osló nema flugvöllinn, höfuðstöðvarnar þeirra og hótelið okkar svo ég varð oggu asnaleg þegar stelpurnar í vinnuni fóru að spyrja hvað hot spots ég hafi séð í Noregi.
Þetta eru upp til hópa yndislegir strákar sem við vorum með þarna úti og ég hef ekkert nema gott að segja af þeim....brjálæðislega góðir kokkar!

Þetta gekk það vel að strákarnir (og ég auðvitað ;o) eru að fara aftur út í janúar að spila fyrir sama félag í Danmörku.
Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni, en vegna asnalegs blogg þá er þetta ekki í réttri tímaröð:
Gísli litli söngvara-moli :)

Öll kvöld þá var grillað fyrir meðlimi og okkur. Fáránlega góður matur og fóru sumir meðlimir *hóstKristjánhóst* nokkuð margar ferðir. Don't blame him, wicked gott.

Við þurftum að tjékka okkur út á hádegi og flugið okkar fór klukkan 22:00, svo að við þurftum að bíða á höfuðstöðvunum þangað til flugið fór. Þetta er ég að drepast úr leiðindum, hálftíma seinna fór ég og lúrði í sófanum inn á barnum.

Við hliðiná sviðinu voru þessi fáránlega flottu hjól til sýnis...yummie.

Allir veggir voru morandi í gjöfum frá öðrum "útibúum" Hells Angels, mér fannst þess svo rosalega fyndin að ég varð að taka mynd...auðvitað með hausinn á mér inná.

Höbbíið mitt :)
Eins og sést þá nýttum við okkur til hins ýtrasta að við fengum frítt að drekka ;o)

Þeir sem vilja geta kíkt á þetta útvarpsviðtal við Gulla Falk (gítarleikarann).
Síðan má búast við viðtali við hann Madda í næsta Mannlífi.....og kannski verður lítill footnote á því...'Síðan var kellingin hans í bakrunninum að öskra"MADDI! hver er þetta!? Er þetta mamma þín, ef þetta er mamma þín þá bið ég að heilsa!!!"..'

Eftir þessa Olsóar ferð þá þurfti maður að tjúna sig niður og fórum við í Undraland(Óðalssetrið hennar Árdyzar í Kollafirðinum).....ohh hvað það var yndislegt. Því miður eru engar myndir þaðan því við vorum bæði fárveik allan tímann og gerðum lítið annað en að sofa. En þetta var yndislegur staður til þess að vera veik samt sem áður :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe, glæsileg ferð sem þið fóruð í!
..og elska þetta attitúd með "yndislegur staður til að vera veik"
:)

Glimmergella sagði...

Mikið vildi ég að fólkið á Mannlíf hefði þann húmor í sér að setja inn þetta footnote frá þér ;)

Anna Sjöfn sagði...

María: Maður verður að halda í góða skapið þrátt fyrir heilsubresti ;o)

Dóra: Já, mér finnst miðlar í dag ekki einblína nóg á grúppíurnar. Ég átti að fá viðtal líka "Hvernig er að ferðast með hljómsveitinni og sænga hjá meðlimi? "

Nafnlaus sagði...

Greinilega mikið fjör í ferðinni hjá ykkur:) Svona á þetta að vera!