Nú er nýtt ár alveg að skella á og þegar maður lítur aftur þá var þetta að mínu mati vel heppnað og afskaplega viðburðaríkt ár. Þegar maður er að blogga um liðið ár þá getur maður nú ekki komist hjá því að minnast á brúðkaup okkar Madda og áður en ég fer lengra þá vil ég koma fram þökkum til réttra aðila.
Árdyz(Helvítis veislustjórinn): Þakka þér fyrir að taka allt stressið á þig, þú varst frábær veislustjóri og algerlega ómissandi. Þín vegna munum við aldrei gifta okkur aftur ;)
Berglind: Þakka þér fyrir allt, afskaplega gott að hafa svona skjátu með manni á síðasta spölnum fyrir brúðkaupið. Ég á alltaf eftir að muna eftir síðasta sem þú sagðir við mig áður en ég gifti mig "Anna þú þarft að labba ein inn ;)" Takk fyrir allt Binga
Margrét: Boðskortin voru frábær og líka gestabókin. Takk fyrir allt.
María og Anna Kata: Takk fyrir að redda rósum, kökum og já deginum líka.
Mamma, pabbi og þið hin vitið hver þið eruð takk fyrir alla hjálpina.
Að lokum vil ég bara segja, gleðilegt nýtt ár allir saman og gangið hægt um gleðinnar dyr :oD
laugardagur, desember 31
Gleðilegt nýtt ár
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)






3 ummæli:
Takk fyrir að leyfa mér að vera með þér á þessum frábæra degi elskan... hann var snilld ;o)
Af hverju er engin mynd af mér í annálinum þínum? Halló, karlinn þinn... hallóóóó!
Hehhehehehh ég vona að þið giftið ykkur aldrei aftur :) ógleymanlegt engu að síður !!!
Skrifa ummæli