mánudagur, desember 12

Hvað er að þessu jeppafólki?!

Ég má nú til með að segja ykkur frá near death experience sem ég nýlega lenti í að völdum forheimskrar jeppakellu. Þetta gerðist einn kaldan eftirmiðdag í desember, ég var á leið minni að sækja elsku eiginmanninn í vinnuna.

Ég sit í rólegheitum og raula við hana Skin mína (good stuff) þegar þessi kvenmaður (jeppakellan) byrjar bara í rólegheitum að sveigja fyrir mig. Auðvitað byrja ég á flautunni eins og ég eigi lífið að leysa. Rankar kellingin við sér? Nei hún er þarna á góðri leið að DREPA mig og gera hann Madda minn að ekkli, þegar aðrir bíljstjórar byrja að flauta og þá fattar hún loksins að þó að hún sé á einhverjum fargans jeppa, þá á hún ekki rétt á tveimur akreinum. Þar sem ég hef nú ekki deathwish þá reyni ég að koma mér sem lengst í burt og keyri fram úr henni, vinkar hún mér þá ekki með eitthvað aulabros… Ohh, okei þetta bætir allt upp…. Idiot.

Mér finnst 90% af jeppafólki hagi sér eins og strætó, venjulegar umferðareglur don’t apply um þá, út af þeir eru á stærri farartækjum (small penis syndrome?). Ég held að hinn venjulegi strætóbílstjóri hugsi þannig í umferðinni að svo lengi sem að hann verði ekki orsök að slysi þá er allt í lagi að svína fyrir, stoppa umferð og eiginlega að vera almennt bastard í umferðinni.

En þar sem nokkuð margir aðilar hafa haft orð á því að ég sé illa haldin af road-rage þá er ég ef til vill ekki sú besta til að fjalla um þessi mál.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

psst... *hvísl* það er "ekli" með einu k-i ;o)

Nafnlaus sagði...

Epli er líka með einu P-i, whats your point?........ ;o)

Nafnlaus sagði...

Þú skrifaðir það með tveimur k-um...

Nafnlaus sagði...

Kommon, þó að það séu smá stafsetningavillur!!! Við erum ekki fullkomnar!!!!!
En já Anna ég er sammála þér, þetta jeppafólk heldur stundum að þau eigi göturnar!!!

Anna Sjöfn sagði...

Ekki bara stundum, þeim finnst þar sem þau fara betur út úr slysi þá er í lagi að vera fífl, ég er svo oggislega reið.

Nafnlaus sagði...

en svo ég taki nú upp hanskana fyrir sum stætóbílstjóra sem eru mjög fínt fólk, þá á strætó stundum réttinn, hann á forgang í mörgum tilvikum þegar fólk er að skammast út í þá, en stundum eru þeir líka tillitslausir asnar :o)

Nafnlaus sagði...

Alveg slök Margrét mín... Anna hirngdi í mig til að fá þetta orð á hreint og því var ég að benda á þetta ;o) ...ef ég væri að leiðrétta allar stafsetningarvillur sem ég sæi á öllum þeim bloggsíðum sem ég skoða mundi ég ekki gera mikið annað á daginn ;o)

Velkomin í Ruglið!!! sagði...

hahahahaha fyndin saga, ég hefði nú bara látið hana dundra á mig og fá mér nýjan bíl :O)

En gaman að geta fylgst með þér á netinu :D sjáumst fljótlega

Nafnlaus sagði...

...Strætó á aldrei forgang, en þeir eru hinsvegar með svona "vinsamlegast veittu mér forgang" merki.