mánudagur, febrúar 20

Kallarnir.is

Jæja a new low er náð í íslenskir dagskrágerð KALLARNIR.IS
Eins og einhver barnaperri sagði "þetta er rannsóknavinna" þá horfði ég á þennan blessaða þátt. Þeir voru að gera "Make-over" á honum Davíð Þór sem allir muna eftir sem annar Radíusbræðra, ritstjóri B&B ofl.
Þáttur þessa drengja (Gillznegger og Partý-Hans heita þessir drengir víst)finnst mér ganga út á að allir líti út eins og þeir og allir sem líta ekki út eins og þeir eru bara hræðilega ófríð/ir og óaðlaðandi.
Þeir tóku hann Davíð Þór sem er bara bráðmyndarlegur maður og EYÐILÖGGÐU HANN! Þeir spreyjuðu þykkt lag af brúnku á hann, lituðu hárið á honum ljóst og tróðu honum í bleika skyrtu. Löbbuðu síðan með hann um Smáralindina lítandi út eins og fífl og stoppuðu hjá öllum krökkum á aldrinum 10-14 ára og spurðu hvorn þeirra þau þekktu??

Kannski er það bara ég en ég vil hafa mína menn lítandi út eins og karlmenn, ég vil vera sú eina í sambandinu til að plokka á mér augabrúnirnar, ég vil vera sú eina í sambandinu til að raka mig undir höndunum og ÉG VIL VERA SÚ EINA TIL ÞESS AÐ MÁLA MIG Í SAMBANDINU!! Er það too much to ask?!

Viljum við að karlmennirnir okkar líti svona út??

10 ummæli:

Anna Sjöfn sagði...

Held að hann vilji að allir sjái hvað hann er illa upplýstur og fáfróður...

Nafnlaus sagði...

Amen og halelúja og já hvað ég er sammála þér!!!!

Nafnlaus sagði...

Já ég er sko sammála þér.... þoli ekki svona stráka sem að gera ekki annað en að liggja í brúnkubekkjum, lita á sér hárið, raka sig á sömu stöðum og stelpur, maka á sig hinum og þessum kremum ásamt því að eyða lengri tíma en ég hef nokkurn tíman gert í hárið á sér.... nema kannski þegar ég fermdist.
Karlmenn, veriði alvöru karlmenn og hættið þessum pempíustælum....

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki alveg sammála ykkur. Mér finnst allt í lagi að karlmenn hugsi soldið um útlitið, fari í ljós einstaka sinnum og snyrti sig til. Mér finnst líka algjört must að karlmenn fari í vax eða láta raka á sér bakið ef að þeir eru með hár þar!! En það eru líka til takmörk fyrir því hversu langt þeir ganga í að líta sem best út.

Nafnlaus sagði...

Karlmenn eiga að vera með hár.... það er ógeðslegt að kúra á rökuðum karlmannsbringum, þegar broddarnir koma.... jakk.... ég veit þú varst samt að tala um bakið en mér er alveg sama....
Það er allt í læ að þeir greiði sér og raki sig í andlitinu og þannig, verða líka að fara reglulega í sturtu... en ég hef bara aldrei skilið af hverju karlmenn fara í ljós eða noti brúnkukrem, ég geri það ekki einu sinni nema örsjaldan...

Ég viðurkenni það alveg að ég á ágætis vini hér á Bifröst sem að eru þessi metro kallar, þetta eru alveg fínir strákar, en aldrei nokkurn tíman myndi ég nenna að vera með svona strák... en sem betur fer eru ekki allir eins...

Nafnlaus sagði...

Það er nú munur á snyrtimennsku og að kafna úr hégóma sko... En mér finnst eins og skilin milli karla og kvenna sem eru óðum að minnka og minnka... verðum við öll kellingar að lokum? ...best að fara að búa sig undir að vera gay þá :þ

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þeir fyndnir! Þetta er auðvitað bara djók, ...það er ekki eins og þeir ætlist til að þetta fólk verði algjör kex til frambúðar. ...Já svo finnst mér fínt að karlmenn séu snyrtilegir. ...ekki rakaðir á bringunni eða undir höndum, en snyrtilegir.

Little miss mohawk sagði...

mér finnst þetta reyndar attílæ sko ... maður gerir bara það sem maður vill gera ! Og að mínu viti eiga karlmenn eiga að nota krem og ekki vera með mosaþúfur undir höndunum hehhehehe og enn síður annarsstaðar .... heheheh. Ein pæling, eru konur ekki alltaf að heimta að skilin milli kalla og kvenna minnki, eða á það bara við þar sem hentar ? knús frá helvítis veislustjóranum

Nafnlaus sagði...

Tja... ef þetta heldur áfram sem horfir skutla ég kannski bara manninum mínum upp á fæðingardeild - ég hef aldrei verið mikið fyrir sársauka ;o) *knús* til baka til helvítis veislustjórans ;o)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þeir yndi