En það hefur nú ekki farið fram hjá neinum að mín flutti með kallinn og allt draslið á Selfoss, þetta er búið að vera so far rosalega gaman.....kannski út af maður er búin að vera í fríi og djammandi ;)
En síðustu helgi var haldið óformlegt innfluttningspartý, þar sem endaði að það komu bara einhverjir hljómsveitastrákar úr Forgarði Helvítis og Múspell en það var rosalega gaman því að við hjónin eigum það sameiginlegt að eiga afskaplega skemmtilega vini :oD en kvöldið endaði á local bar hérna í "þorpinu" er heitir Pakkhúsið, þar lenti eiginmaður minn hin ofurrólegi í slagsmálum til að hjálpa vini sínum sem er enn rólegri en hann. Núna er hann Maddi með annaðhvort brákaðann eða brotinn putta að fara að spila á tveimur tónleikum í vikunni ....svona mundi aldrei ske í Reykjavík ;o)

5 ummæli:
Það er sko stórhættulegt að búa úti á landi, held þið ættuð bara að flytja aftur í öryggið í borginni :o)
Ekki byrjar það vel hjá ykkur. Hm, lokal pub........eini pubinn er það ekki?? fyrir utan Hvíta húsið. Kem í heimsókn við tækifæri og tek út herlegheitin.
Kv Íris
Ég hef ekki hugmynd hvort að það séu ekki fleiri pöbbar, miðað við magnið af hnökkum og meðlimum skítamórals þá er það örugglega ekki. En endilega kíkjið við tækifæri ;)
Btw Maddi var að koma frá lækni núna áðan...puttinn brotinn!
Nei í borginni hefði hann ekki farið heim með brotinn putta heldur eitthvað annað og stærra brotið - er ekki sveitin yndisleg ;o)
Er ekki búið að loka Hvíta húsinu ?? Heyrði það í óformlegum fréttum um daginn og veit ekkert hvort það sé satt eða hvað ... :/
Skrifa ummæli