miðvikudagur, maí 31

FÓLK ER FÍFL

Já það er staðreynd að fólk er fífl!
Fyrir stuttu ákváðum við hjónin að ég ætti að fá mér líftryggingu(svona ef það skildi ske að ég mundi hrökkva upp af þá gæti Maddi keypt sér nýja). Allt í lagi með það, það kom þessi indæli tryggðingaráðgjafi heim í te og ég fyllti út einhver afskaplega ítarleg eyðublöð.
Síðan í dag þá hringdi í mig hjúkrunarfræðingur frá Sjóvá, yndæl kona sem sagði mér að vegna sjúkdóms sem bróðir minn er með, sem gengur í BEINAN KARLLEGG þá er líklegt að það hafi stór áhrif á líftrygginguna mína! Semsagt að ég þyrfti að borga meira en hin venjulega Jane Doe.
Er þetta fólk eitthvað virkilega illa gefið?? Hvað af BEINUM KARLLEGG heyrði hún ekki?? Þó ég mundi fara í kynskiptiaðgerð þá gæti ég ekki fengið þetta.
Það virðist vera að Maddi verði bara að eyða sínum dögum með kettinum.....

3 ummæli:

Velkomin í Ruglið!!! sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna :). En já FÓLK ER FÍFL þvílíkt bull alltaf hjá þessum tryggingafélögum... kannast við þetta vandamál, er einmitt sjálf að borga meira þar sem heilablóðfall gengur í erfðir í minni fjölskyldu :(
En láttu mig vita næst þegar þú kemur í bæinn, gætum kannski kíkt á kaffihús :) Eins vona ég að ég komist í heimsókn á Selfoss :) Við erum einmitt að fara í bústað 6. júlí á Flúðum! Þið gætuð þá kannski kíkt á okkur :) En heyrumst fljótlega skvís og hafðu það gott.

Nafnlaus sagði...

þú ættir að fara og tala við manneskjuna face to face þá kannski síast þetta inn í hana, ekki auðvelt að hunsa það sem þú segir ef þú ert fyrir framan hana.

Nafnlaus sagði...

Prufaðu að tala við VÍS...... kannski eru örrísi reglur hjá þeim...