
Jæja þá er komið að því, ég er byrjuð í skóla aftur. Er komin í fjarnám hjá Verslunarskóla Íslands, ákvað að reyna að taka þetta leiðinlega fyrst svo ég er í dönsku, stærðfræði, íslensku og sögu á þessari önn....ákvað að skella sögu inn til að þetta væri ekki algerlega leiðinlegt.
Er núna búin að vera heila eilífð á einhverju dönskuverkefni sem er að gera mig vitlausa, hefði ég ekki fundið þessa handhægu dansk-enska orðabók á netinu(og U cant touch this með Mc Hammer ;) þá hefði ég örugglega verið búin að berja mig til dauða með kaktusnum hérna við hliðiná mér.
Jæja ég verð víst að halda áfram.
4 ummæli:
Djöfull er ég stolt af þér stelpa. Gangi þér vel með námið ;o)
Gangi þér rosalega vel :D
Takk takk, þetta er líka barar helvíti gaman, líka rosalega erfitt eitthvað. Er alla daga að vinna og kem síðan beint heim læra. En mér var nær!
go Anna!!
Skrifa ummæli