þriðjudagur, júlí 25

Bekkjamót á Sauðárkróki

Þið heyrðuð rétt, það var bekkjamót á Sauðárkróki hjá mér um helgina.
Ég keyrði í 5 tíma fram á nótt til að hitta fólk sem ég hef ekki haft samband við í 7 ár og það var bara rosalega gaman. Var dagskrá yfir daginn og svo matur um kvöldið og hvort tveggja var frábærlega skipulagt af stelpum úr bekknum. Hljómsveit kvöldsins var bandið Douglas Wilson, þeir voru frábærir.
Það var rosalega gaman að tala við þetta fólk en eitt samtal stendur upp úr sem ég átti við drukkin bekkjabróður minn, hann sagði við mig að hann væri rosalega ánægður að sjá hvað hefði ræst úr mér, sem betur fer er egóið mitt það gríðastórt að ég tók þetta ekki inn á mig ;)
Jæja ég ætla að get my study on.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe, já Anna mín. Virtist þú vera á niðurleið fyrir 7 árum, hehe