þriðjudagur, júlí 4

Sumt fólk er fífl, það er bara ekkert hægt að gera í því!

Eins og margir vita þá vinn ég í ÁTVR hérna á Selfossi, í dag var þónokkuð að gera hjá okkur og sé ég gamlann hokinn mann nálgast kassann hjá mér. Þessi maður var sirka áttræður eða yfir, haltraði og titraði allur, en brosti rosalega fallega og sagði "Góðan dag væna mín" hann átti kannski 3 metra eftir að kassanum til mín, þegar einhver forljót ömurleg beygla truntast fram fyrir hann með 2 körfur og byrjar að taka upp úr þeim.
Hvað er að fólki???
Þegar maður vinnur í afgreiðslustörfum þá einhvernmegin venst maður skítköstum og leiðinlegheitum, af hverju ætti maður að þurfa að venjast því??
Þetta er einn af þeim dögum þar sem ég er búið að yfirfylla mælinn minn af ókurteisi og skít.
Hér koma hugleiðingar sem allt afgreiðslufólk hugsar, svo þið sem eruð kannski svona óheppin að vera svona vinsamlega breytið ykkur!

-Fólk!!! Ekki tala í helvítis símann þegar verið er að afgreiða ykkur! Einhvernmegin held ég að viðskiptavinurinn mundi truflast ef hann fengi ekki 100% athygli svo að afgreiðslufólk á skilið það sama!

-Ekki nöldra í afgreiðslufólki yfir einhverju sem þau geta ekki breytt eins og afgreiðslutíma, ef þú þarft lífsnauðsynlega að komast í Ríkið fyrir 11 að morgni þá eru það ekki við sem eigum við vandamál að stríða!+

-Hvað er með fólk sem þarf að kvitta og penninn er ekki á littlu kvittu-pontunni heldur á borðinu, þá stendur það bara og horfir á miðann... stækkaðu sjóndeildahringinn trunta!

-Ekki sleikja helvítis puttana þegar þú ert að reyna að ná korti eða pening upp úr veskinu, eitthvað yrði fólk fúlt ef ég tæki mig til og sleikti helvítis klinkið sem það ætti að fá í afgang. Ég vil ekki þurfa að snerta munnvatnið þitt, ógeð!

-Ekki vera að gjamma við afgreiðslufólkið þegar það er að tala við einhvern annan, ERTU 5 ÁRA?

Jæja ég held bara að ég sé búin að fá nóga útrás fyrir pirrheitum mínum, takk kæru lesendur fyrir að taka þeim ;)


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha... sem fyrrverandio starfsmaður tveggja Vínbúða tek ég undir hvert einasta orð!!! ;o)

Nafnlaus sagði...

Sem fyrrverandi manneskja við kassa yfir höfuð! Vá - sammála!

Glimmergella sagði...

Eins og talað út úr mínum munni!

Anna Sjöfn sagði...

Þetta er það sem við allar erum að hugsa alla daginn í vinnunni! Ég var samt svo rosalega pirruð í vinnunni þennan dag að ég var að springa, kom heim og fékk útrás á blogginu ;)