
Jæja núna er komið heilt ár frá því ég giftist síðhærða molanum mínum honum Madda :oD
Í tilefni þess þá skipulagði eiginmaður minn yndislega helgi í höfuðborginni, gistum bara á hóteli og gerðum fullt af hjónalegum hlutum, fórum út að borða og versluðum.
Munaði samt engu í einhverju fyllerísröfli heima hjá Inga að ég fengi mér tattoo á ristina.....fegin að ég gerði það ekki.
Ég ætla bara að þakka honum Madda mínum fyrir yndislega helgi og að hafa þolað mig öll þessi ár :)
Á ekki fyrsta árið í hjónabandi að vera erfiðast???....djöll er ég að brillera á þessu!

7 ummæli:
Til hamingju með daginn kæru hjón. Ótrúlegt að það sé komið ár síðan þið giftuð ykkur :) Kíkjum til ykkar á Selfoss næst þegar við eigum leið hjá! Hafið það gott.
Innilega til hamingju með ÁRIÐ :):)
Til hamingju með árið :)Mjög flott mynd af ykkur...
til hamingju, megi árin á eftir vera eins auðveld :o)
Takk elsku molarnir okkar frá okkur báðum :oD
Takk elsku molarnir okkar frá okkur báðum :oD
Ár segið þið. Til lukku bæði tvö. Hm, Unnseinn átti að bjóða ykkur í mat á Jónsmessu var það ekki?
Kv. Íris
Skrifa ummæli