þriðjudagur, október 17

Afmælisblogg

Ohhh hvað afmælis-hátíðarhöldin voru skemmtilegt.
Ég eyddi föstudeginum í Reykjavík með stelpunum að halda uppá afmælið mitt. Það var mikið drukkið af mojito og afskaplega mikið hlegið. Eftirminnilegast setningin þar var út að borða með Berglindi og Madda á American style þar sem Berglind hrópaði yfir staðinn
"Hann var ógeðslega fúll út af við vorum tvær á dúkkunni".
Síðan var haldið uppá Úlfljótsvatn þar sem hann Garðar bróðir var með bústað og eldaði þessa yndislegu máltíð handa okkur systkinunum. Einnig fengum við þá yfirlýsingu að Ingi bróðir komst áfram í X-faktor og var á leið í aðra prufu morguninn eftir sem hann komst einnig áfram í.
Síðan verð ég bara að setja mynd af einni af afmælisgjöfinni frá Madda.

Hérna er hann að reyna að sleikja af sér hálsólina sem við settum á hann :)


Hérna ligg ég veik upp í rúmi með hann, þar sem við eigum einn Castro þá ákváðum við að skíra þennan litla kút Sesar :oD

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með kisann, hann er svaka krútt :o)

Nafnlaus sagði...

til hamingju, hann er algert krútt, greinilegt að þú átt góðan mann :O)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn, já og kisa!
Kveðja,
Íris

Anna Sjöfn sagði...

Takk takk Íris :oD hann er alger draumur þetta litla krútt.

Nafnlaus sagði...

Jiiii hvað hann er sææææætur!!! :D btw. takk fyrir gott djamm! ;o)

Nafnlaus sagði...

Æ, sætustu myndirnar - og gott blogg. Greinilega góð afmælishelgi sem þú fékkst þarna. jeyyy.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Til hamingju með afmælið og kisa hann er algjör rúsína!!! ...reyndar ekkert ósvipaður og nýji minn!!! Sjáumst!