mánudagur, nóvember 6

Æsispennandi helgi

Æi það hefur kannski ekki verið það spennandi en á föstudaginn lagði ég land undir fót með drengina mína, þá Cesar og Castro og fór til að vera hjá honum Inga bróður og Sigrúnu mágkonu. Það er rosalega gott að fara svona og vera þar sem einhver eldar ofan í mann og hugsar um mann þegar maður vorkennir sjálfum sér yfir mannsleysi ;o)
En kettinum hans Inga líkar bara ekkert við mína ketti og enduðu ein slagsmálin með því að þeir dúndruðust í litla listahornið hans Inga og rústuðu því og til að toppa það þá helltist terpentína yfir littla kettlinginn og þurfti að henda honum í bað....TVISVAR, við afskaplega litla kátínu.
Lítill reiður kettlingur er furðulega ógnvekjandi....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe, er þetta ekki lýsing á hvernig þið systkinin voru?
Týró