En ég fór í vinnuviðtal á Litla-Hraun í dag, þar voru samankomin til að taka viðtalið fangelsisstjóri, kona frá Dómsmálaráðuneytinu, lögmaður Dómsmálaráðuneytisins og einhver fangavarðamanneskja sem ég náði ekki alveg.
Þarna sat ég inni í tæpan hálftíma að svara allskonar spurningum og þurfti að viðurkenna allskonar hluti fyrir þeim sem ég hef ekki einu sinni viðurkennt fyrir mömmu minni. En það sem stressaði mig mest við þetta var að þegar ég kom inn þá var þvagprufuglas við sætið mitt og ég panikaði! ! ! ! ! ! ! ! Ekki út af ég hafði eitthvað vafasamt að fela, nei nei því ég hafði pissað áður en ég kom í viðtalið!
Ég var líka spurð hvort að ég væri ekkert smeik svona ung kona að vinna á svona stað, ég sagði bara "Nei elskan mín, ég á 5 bræður og ólst upp í Breiðholtinu, þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður"
5 ummæli:
þú lætur strax vita með vinnuna er það ekki ;) Ég er svaka spennt að vita :p
já sömuleiðis, sóttirðu um sem fangavörður ??
mjá að sjálfsögðu... ;)
Þú ert algjör hetja stelpa !
Við bíðum öll spennt að heyra svarið ;)
oh, það kemur aldrei það sem eg skrifa. Go girl!
kveðja,
Íris Hjalt
Skrifa ummæli