Eins og margir vita þá er Rokkdruslan atvinnulaus, það er ekki alslæmt svona rétt fyrir prófin. En ég varð nú að blogga um starf sem ég sótti um hér í gær, búin að vera ræða þetta við nokkura ættingja og margir segja að þetta sé fullkomið starf fyrir little old me ;)
FANGAVÖRÐUR Á LITLA-HRAUNI
ég hringdi í fangelsisstjóran og sótti um þá virtist hann ekki vera hrifin af kvennmanni þarna í vinnu en ef hann ræður mig ekki þá kæri ég hann fyrir kynjamisrétti!
Inga fannst þetta æðislegt starf fyrir mig en sagði það vera pínu trukkalessulegt, Madda fannst þetta vera lítið sniðugt og hann er hræddur við uppþot fanga og síðan sagði ég mömmu þetta og hún grenjaði úr hlátri í símann.
Mér finnst þetta vera fínt fyrir mig, þetta er alveg eins á leikskóla, þeir eiga ekki að fara út fyrir girðinguna og muna að gefa þeim að éta.....hversu erfitt er það??
Lag dagsins: Immigrant song eftir Led Zeppelin (verður varla meira íslenskara!)
B.t.w. kíkja á þetta, ég er svo stolt!!!
Strákarnir mínir
mánudagur, nóvember 27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Fangavörður á litla-hrauni - heldurðu að einhver hleypi þér þarna inn - ertu ekki alltaf stoppuð í tollinum :) Nei ég segji bara svona
Hahaha... segðu... hversu flókið getur þetta verið??? ;o)
Skrifa ummæli