fimmtudagur, desember 21

Jólagleði !

Jæja þá er ég búin að taka ákvörðun með hvar ég ætla að vinna og hef ég ákveðið að fara að vinna hjá Hótel ELDHESTUM!!! Þeir buðu mér góð laun og sweet vinnutíma svo að ég byrja þar 2.janúar. Plús að ég tel vera minni líkur að ég verði stungin með kuta sem var einu sinni tannbursti á Litla-Hrauni.
Síðan var ég að enda við að búa til heimatilbúna konfektið okkar sem við gerum og gefum til að dreyfa jólagleðinni. Eina vandamálið er að það núna hata ég súkkulaði og ég er búin að vera í 3 daga að gera þetta helvíti!!!!!!
Svo er auðvitað málið sem allir eru að tala um
Ölfusá er að flæða yfir bakka sína as we speak! Við erum nálægt henni en ekki það nálægt að við verðum að fara að henda sandpokum fyrir hurðarnar.....held ég. En það er allt að verða vitlaust hérna og geðveik umferð í litla bænum mínum.
Jæja ég verð að þjóta, ætla að reyna að klára að undirbúa jólin.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

GLEÐILEG JÓL!