laugardagur, desember 30

Gleðilega hátíð elsku pakk

Ahh það var svo gott að vera hjá mömmu og pabba um jólin. Lá allan tímann með tásunar upp í loftið og hafði það gott. Fékk síðan æðislegar jólagjafir frá öllum.

Eiginmaður minn gaf mér æðislega sætan gítar sem ég hef skírt "Junior" út af hann er þrír/fjórðu af venjulegri stærð. Neyddi Madda síðan til að skýra sinn "Senior"

Er síðan búin með eina mest spennandi bók sem ég hef lesið lengi, SKIPIÐ eftir Stefán Mána. SNILLDARBÓK! ! ! Mæli eindregið með henni við alla. Er núna á nýjustu bókinni frá Dan Brown og hún er ekkert verri.

Planið fyrir gamlárskveldið er síðan að borða ljúffenga máltíð hérna heima í rólegheitunum og fara síðan í bæin til Inga bróðurs og þamba Mojito þangað til ég dofna í fótunum.

Gleðilegt nýtt ár allir saman og farið í rassgat!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár elskan mín og takk fyrir óskir um að fara í rassgat - will do ;o)

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár Anna mín og takk fyrir það gamla :)

Anna Sjöfn sagði...

Þú veist hvað ég er með frumstæðan húmor, rassahúmor og detta á hausinn gleðja mig ;)
Og gleðilegt ár elsku vinkonur ;)

Nafnlaus sagði...

Enda dettur mér ekki í hug annað en að fara í rassgat ef það kætir þig híhí ;o)