mánudagur, janúar 29

Sangríu-partý

FIESTA ! ! ! !
Um helgina var haldið til Reykjavíkur þar sem ég, Maddi og Árdyz (eða helvítis veislustjórinn eins og hún er kölluð í daglegu tali) höfðum planað Sangríu-partý.
Við byrjuðum auðvitað að fara á Dillon og horfa á handboltaleikinn með Adda og Gimsa, svakalegur leikur!!
Kom með risastóra skál með mér á staðinn með ávöxtum sem höfðu legið í rauðvíni og voru massaáfengir!! Ég sýndi líka snilli mína í að búa til Mojito.

Við útbjuggum síðan ljúfengt snarl, sem var meðal annars parmaskinka og melóna...yummie!

Daginn eftir fórum við með Árdýzi í brunch, þar sem starfsfólk Vegamóta eitraði fyrir mér, fann það á leiðinni heim með tilheyrandi stingandi kviðverkjum að eitthvert fífl hafi ekki tekið mark á þegar ég sagði ENGA TÓMATA.

En í heildina var þetta fín helgi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er að fólki. Þegar maður segir EKKI og EKKI láta koma náægt matnum mínum!

Anna Sjöfn sagði...

Næst ætla ég bara að fara á staðinn og leyfa þeim að hugsa um mig þegar ég er svona.
"Þú! ég vil hitapoka á magann. Þú! finndu þægilegan stað þar sem ég get legið í fósturstellingunni. og Þú! stattu þarna og taktu við pirringi mínum sem fylgir með miklum sársauka!"
Djös fífl