mánudagur, janúar 15

Talað um að over-reacta!

Nú skal ég segja ykur sögu af mér, sem skeði um helgina. Ég er búin að prufukeyra hana á Árdyzi og hún grenjaði úr hlátri.
Málið var að ég var í skírn í gær, hringdi þá ástkær bróðir minn í Madda og spurði hver var með símann minn, því að hann hringdi í mig og einhver kelling svaraði og var bara með kjaft.
Ég hélt að hann hefði hringt eitthvað vitlaust og hringdi sjálf(já ég vissi ekki um símann minn)í hann og einhver kelling svarar og er líka með kjaft.
Ég vippaði mér og hringdi í Vodafone og lét loka símanum mínum(það á ekki einhver herfa að kjafta á minn kostnað), hljóp að blessuðu foreldrunum sem voru að skíra og sagði að við þyrftum að fara.
Þvínæst brunuðum við niður á Lögreglustöðina á Hverfisgötu, blótandi eins og heiðinn sjóari á leiðinni, fórum þar inn og lögðum inn kæru á þessa tæfu.
Síðan fórum við heim rosalega blue eitthvað yfir dýra símanum mínum, sé ég ekki helvítis símann minn á eldhúsborðinu!!!!!
Guð veit af hverju einhver svaraði í númerið mitt, síminn var heima og þjófavarnakerfið á húsinu.
Þarf nú ekki að segja ykkur að mér leið eins og fífli og lét Madda hringja til að afturkalla kæruna!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehehehehe, ó mæ. En hver svaraði? það vil ég vita, var einhver annar búinn að fá númerið þitt? hehehe heheh hehehe

Anna Sjöfn sagði...

Það veit engin af hverju einhver gat svarað í símann minn, héldum fyrst að síminn minn væri divertaður á eitthvert asnalegt númer en ég gáði og svo var ekki!

Unknown sagði...

Hahahahahahaha thu ert fibbl!! Alveg dasmalegt!!! Lovjøu samt sko ;o)

*knus og kys* ur Baunalandinu :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er soldið óhugnalegt verð ég að segja...en gott að síminn var ekk alveg týndur!

Nafnlaus sagði...

Þú gleymdir að segja með línurnar !!!! Það var lokapunkturinn hehehhehehhehe

Unknown sagði...

Bwahaha já það!
ég hringdi í þjónustuver Vodafone og vildi fá að vita af hverju einhver annar gæti svarað í mitt símanúmer og spurði"Gæti verið að það séu einhverjar línur að slást saman eða eitthvað??"´
Þjónustufulltrúinn svaraði alveg ísköld:
"Þetta eru farsímar það eru engar línur til að slást saman".....eins og ég sagði þá var setning þessa dags, boy I felt stupid!

Nafnlaus sagði...

Hehehehehehe, VÁ. Er hægt að segja eitthvað við þessu!! hehehehe