laugardagur, febrúar 24

Fjarlægðin gerir fjöllin blá

Af hverju er það að því lengra sem fólk er frá manni(í km) því meira saknar maður þeirra?????

-Þegar Maddi fer í vinnuferðir þá eru miklu erfiðara þegar hann fer til Indlands en þegar hann fer til London... af hverju??

-Þar sem mamma og pabbi búa hinum megin á landinu þá getum við ekki farið til þeirra eins oft og við viljum og getur verið þannig að stundum líða margir mánuðir á milli heimsókna. En ég sakna pabba alltaf meira þegar hann er á sjónum en þegar hann er heima.

-Berglind, ein af mínum bestu vinkonum er nýflutt til Danmerkur. En áður en hún gerði það þá bjó hún á Kárahnjúkavirkjun og gat bara hitt hana örsjaldan. En ég er ekki frá því að ég sakni hennar þegar hún er í DK heldur en á hálendinu.

Hvað er sem veldur þessu? Á þessari tækniöld þá skiptir ekki hvort manneskja er í næsta húsi eða í Afríku....msn, gsm, mms, sms og internet.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef einmitt velt thessu mikid fyrir mér, sérstaklega eftir ad ég flutti til úglandsins. Ég hef samt ekki komist ad neinni nidurstødu ennthá...

*knús* ;o)

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er svo skrítið. Man hvað ég hugsaði mikið til allra þegar ég "bjó" í Noregi. Er þetta fjarlægiðin gerir..........?

Nafnlaus sagði...

Though miles may lie between us
we're never far apart
for friendship doesn't count the miles
it's measured by the heart! ;)

-Mary