þriðjudagur, febrúar 20

Ohh crappy day

Nei kannski er ég örlítið að ýkja þarna. Hann byrjaði samt rosalega illa að mér fannst.
Ég vaknaði og þá hafði ég engan vegin sofið nóg!.......eða það fannst mér, það var ógeðslega kalt úti og ég var að verða of sein......hver kannast ekki við tilfinninguna?!
Síðan kom ég í vinnuna og áttaði mig á því að með mistökum mínum hafði ég kostað fyritækið. Já gott með þig Anna mín!

En mér líður mun betur núna þegar ég var búin að tala við eigandann og játa mistök mín. Hann var bara rólegur og spurði hvort ég gæti ekki reddað þessu, svo setti ég upp hvolpaaugu DAUÐANS sem voru það ýkt að það lá við að ég fengi launahækkun ;)

Ohh hvað ég á yndislega vinnu :)

Síðan var ég að tala við breska konu áðan sem þurfti að bíða hjá mér eftir að hún hætti skyndilega við hestaferð. Og við kjöftuðum og kjöftuðum um Ísland og íslenska siði.

Við töluðum lengst um íslenska jólasveina og eftir það samtal áttaði ég mig á því að við erum soldið grimm við börnin okkar, Grýla étur þig, jólasveinninn brýst inn, jólakötturinn kemur og tekur þig...hver fann upp á þessu????????????

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki fann ég uppá þessi en hefði án efa gert það annars, hehhehe

Nafnlaus sagði...

ertu ekki með msn?

Nafnlaus sagði...

hey hvernig fór með símann :)