mánudagur, mars 5

Uppáhalds fólkið mitt

Jæja ég hef ákveðið að þar sem það er ekkert merkilegt að gerast í lífi mínu þessa stundina, þá ætla ég að byrja að blogga um uppáhalds manneskjunar mínar. Ég þekkji það mikið af skemmtilegu fólki að þetta á eftir að fylla upp í bloggið mitt þangað til eitthvað markvert gerist ;o) Ég vil benda á að þetta er ekki eftir neinni röð, bara fer eftir hver er ofarlega í huga mínum þennan dag :o)
Ég ætla að byrja á magnaða tvíeykinu mömmu og pabba, a.k.a Rósa og Guðjón!
Mamma er ein af mínum uppáhalds manneskjum. Hún er mikill húmoristi og elskar góðan kúkabrandara :oD Um þrítugt ákvað hún að hætta að eldast og hefur hún staðið í stað með aldurinn síðustu árin...
Hún er eina manneskjan sem getur scare me silly með því einu að anda að sér hátt í gegnum nefið......þú hefur ekki upplifað ótta fyrr en þú hefur heyrt í mömmu á innsoginu ;o)


Pabbi er algert gæðaeintak :oD Hann er einungis 10 árum eldri en mamma og er því fertugur ;o) Hann á alveg rosalega erfitt með að segja nei við börnin sín og skýrir það af hverju ég núna 23 ára fæ ennþá í skóinn :) Hann er rosalega rólegur og kemur vel upp á móti mömmu sem er pínu skellibjalla ;o)
My folks everybody!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, ég man þegar þú varst að tala um þau í vinnunni. Ég vona að þau lesi þetta:)