fimmtudagur, mars 22

Óveður og læti

Já mér fannst komin tími til að koma með alvöru blogg með alvöru fréttum.
Skondnustu fréttirnar hljóta að vera að síðustu helgi þá kom öll familían mín í grill partý heima í Löngumýri, það voru allir þarna.
Mamma, Pabbi, Guðjón Karl, Aron Freyr, Ingi, Sigrún, Franzi, Garðar, Andrea, Maddi og ég :)
Þetta var allt svakalega gaman þangað til að fólk var að pæla í að fara heim til sín, þá var bara komið óveður úti og Anna varð bara gjöra svo vel að hýsa pakkið.Það var rifið út allt sem ég átti sem fólk gat sofið á, undir eða þar á milli. Það endaði með því að ég og pabbi þurftum að fara í vinnunna mína í blindabyl til þess að ná í bedda.Þetta var á endanum mjög kósí, allir upp í sófana og á gólfið í kringum sófana og horfa á "Night at the museum" með popp og gos, síðan var farið í rúmið og það var fólk sofandi allstaðar.Hann Franz Ísak svaf inni hjá okkur Madda og endaði hann með því að skríða uppí og vildi síðan láta strjúka á sér magann klukkan 7 um morgunin. Bless him.
Hann Cesar minn er síðan veikur. Maddi fann eitthvað æxli sem er að vaxa á maganum á honum. Ef hann væri manneskja þá mundi það ná frá hálsi og niður á maga.Ég hringdi í dýralæknir og hún var frekar róleg og sagði okkur ekkert að vera stressa okkur nema það færi að stækka.Litli molinn okkar.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heheheh, óveður í sveitinni geta verið kósý! Bara skondið að hafa grillpartý sem endar með óveðri, hehe.