þriðjudagur, júní 19

Buzy bee

Vá hvað það er langt síðan að ég bloggaði!
Núna er sumarseason byrjað hjá mér í vinnunni svo það er ekki mikill tími fyrir neitt hjá mér, hvað þá að blogga. En það er margt gaman búið að vera ske hjá mér undanfarið, hér eru nokkur.

1. Grillveislan heppnaðist bara helvíti vel í ár. Það koma nóg af fólki og bolla og jellyshots var kláruð án þess að blikka.

2. Eigandinn í vinnunni minni er búin að finna óvæntan hæfileika hjá mér, hann sendi mig á síðastliðinn föstudag með lítinn hóp á Þingvelli, Geysir og Gullfoss. Þar sem ég guidaði og miðlaði fróðleik sem ég hafði lesið í flýti kvöldið áður (eigandinn er ekki fan of að láta vita í tíma). T.d get ég sagt ykkur að Geysir er talinn hafa myndast í jarðskjálfta á 16.öld.
Einnig var Geysir og hans kumpánar taldir vera hálfpartinn þeir einu "geysers" í heiminum þangað til um 1900. "Geysers" í Yellowstone park í USA var fyrst uppgötvaður af "hvítum mönnum"
í leiðangri 1936.

3. Ég er búin að plana the celebration fyrir brúðkaupsafmælið í ár. Ég ákvað það seint í gær að ekki hafa það óvænt því ég gat bara ekki haldið secretinu lengur!!!
Maddi gerði það í fyrra svo ég ætla að gera það núna.
Á dagskránni er meðal annars bláalóns-ferð, nudd í bláa lóninu, hótelherbergi á Hótel Nordica, matur á Sjávarkjallaranum, humarsúpa hjá köllunum á Sægreifanum og HVALASKOÐUN. Ég hlakka rosalega til að fara að skoða hvalina, held að það verði svakalega gaman.

Jæja ég ætla að fara að cooka eitthvað handa mér í svanginn, það virðist enginn ætla að gera það fyrir mig :( ......Maddi er á æfingu.


Mmmm, sjávarkjallarinn. Besti maturinn, æðislegt staff og HÆTTULEGA góður Mojito!

Eins og snilldarkarakter í Black Books sagði "Dirty ;o)"..Anna Kata, þessu var beint að þér;o)

Mússí mú littla mús!

Yumm nudd

5 ummæli:

Little miss mohawk sagði...

Bíddöööö er helvítis veislustjóranum ekkert boðið með í þetta fagn hehheheheh - allavega njótiði dagsins í tætlur og ræmur !!

Anna Sjöfn sagði...

Auðvitað pantaði maður líka fyrir þig! Maður skilur ekki helvítis veislustjórann eftir ;O)

Nafnlaus sagði...

Hvvaaaa meinaru Anna ;)

Little miss mohawk sagði...

Hheheheh gleymdi Maddi nokkuð að segja þér að þegar þú giftist honum þá eiginlega giftistu mér líka ???

Anna Sjöfn sagði...

Nei eg tok eftir thvi thegar thad leid a hjonabandid ;O)
Vid thrju hjonakornin erum aedisleg :)