Eitt orð yfir helgina á mér er lovely.
Byrjuðum laugardagsmorgun á að fara í Bláa Lónið og fá nudd. Ég fékk nudd frá einhverjum helmössuðum, tönnuðum og flúruðum beefcake ;o) ekki slæmt það, ég stóð hann að því oft að því að stoppa til að skoða flúrin mín :o) Don't blame him.
Þaðan fórum við til Reykjavíkur og tjékkuðum okkur inn á Hótel Nordica, konan í móttökunni sagði að með herberginu sem ég pantaði fylgdi aðgangur að Panorama Lounge og Nordica Spa. Ég sagði bara okei, vissi ekkert hvað það var. Fórum inn á Panorama lounge áður en við fórum að borða, hélt að þetta væri einhver sérbar fyrir 8. og 9. hæð. Þetta var það, en allt þarna inni var frítt. Það var hvítvin og rauðvín á borðum og síðan kælir full af gosi og bjór sem maður mátti bara ganga í. Útsýnið þarna var líka GEGGJAÐ!!
Fórum í mat á Sjávarkjallaranum, byrjuðum að sjálfsögðu á Mojito :) Maturinn var auðvitað líka ljúffengur! Fórum eftir það bara heim á hótel og kíktum á Panorama Lounge.
Vöknuðum snemma á sunnudeginum og ætluðum að kíkja á Nordica Spa og leggjast í pottana og gufuna. Það var mjög kósí að fara svona snemma á sunnudegi, því við vorum ein að malla í pottunum. Við vorum nýlöggst í pottana þegar 2 kvennmenn komu til okkar og sögðu í blíðri röddu "má bjóða ykkur axlanudd". Þetta var eitthvað perks að vera á þessu herbergi og við sögðu að sjálfsögðu "Já". Gvöð hvað það var næs að fá svona massíft nudd á meðan maður var marrandi í hálfu kafi.
Eftir hádegi tjékkuðum við okkur út og fórum í hvalaskoðun í FRÁBÆRU veðri.
Við sáum 4 hrefnur og einn einhvern dvergvaxinn hval. Þetta var svakalega gaman að sjá þetta, þegar það sást hvalur þá öskraði guidinn í míkrafóninn "WHALE 3 O'CLOCK!!!!!!!!" Svakalega spennandi, þó að ég stæði við hliðin á Kana-fjölskyldu sem var fúl út af hvalirnir syntu ekki í kringum bátinn og þau sáu ekki STEYPIREIÐ!!!.
Eru einhver takmörk fyrir heimsku kana???
mánudagur, júní 25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mmm... hljómar ekkert smá næs helgi!! Og nei, það er ekkert takmark fyrir heimsku Kana ;o)
Oh,en gaman hjá ykkur!!
Hef ekki farið á svona hóteldæmi en í hvalaskoðun og þar voru engnir óánægðir Kanar, þú hefðir nu bara átt að láta þá flaka í sjóinn;)
Skrifa ummæli