Það virðist allt fara í taugarnar á mér upp á síðkastið og pirringurinn er að ná hámarki þessa dagana. Það sem fer meðal annars í taugarnar á mér er:
1. Fólk sem fer með dauðþreytta krakkana sína á föstudegi í Bónus og er hissa á að þú séu snarklikkuð þar.
2. Fáránlegir malarvegir sem stórslasa eða limlesta túristana okkar.
3. Þingmenn og ráðherrar sem virðast ráða laununum sínum og gefa sér launahækkun þegar þeim vantar nýju árgerðina af 6milljóna króna jeppanum sínum, gamli bílinn er ársgamall!
4. Fáránleg laun á fólkinu sem elur upp krakkana.
5. Fólk með hávaðasama krakka á veitingahúsum, maður fer ekki á veitingastaði til að hlusta á krakka öskra. Hata það! Mér er alveg sama hver móðgast við þetta.
6. Gamalt ókurteist fólk. Djöfull þoli ég þau ekki! Þeim finnst út af þau eru gömul þá mega þau vera beyglur.
7. Svín í umferðinni, það er svakalega mikið af þeim á Selfossi!
Jæja, búin að röfla nóg. Bless í bili.
mánudagur, júlí 16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

2 ummæli:
gott þú gast komið þínum skoðunum á framfæri og púsatð aðeins, hehe.
Sammála þér í flesst öllum þáttum (móðgaðist ekkert við öskrandi börn á matsölustöðum).
Knús í kot
Það er eiginlega hægt að lesa úr þessu að ég hafi verið að koma úr bónus þar sem krakkar og gamalt fólk gerði daginn minn ekki betri. Það var kannski pínu einum of að pirrast yfir krökkum í Bónus....gaman að þessu ;o)
Skrifa ummæli