Það er nú eitthvað lítið um blogg hjá mér þessa dagana. Það er bara það truflað að gera í vinnunni að þegar ég kem heim þá er það bara borða og upp í rúm og vegna þess er alveg furðulega lítið að gerast hjá mér. Það fer líka ofsalega í skapið á mér að vera undir pressu, ég þoli ekki þegar síminn hringir, þegar fólk labbar nálægt mér eða andar. Svo nota ég andskotans og helvítis í öðru hverju orði en oftast þegar ég tala við sjálfan mig.
En síðasta helgi hjá mér var rosalega skemmtileg. Ég hitti Sauðárkróks-kvensur á Tapas og snæddum þar og drukkum. Síðan fór ég á djammið og var með mörgum mismunandi fólki að djamma, því það voru alltaf einhverjir aular að fara heim og eg þurfti að call for backup.
Daginn eftir fór ég í sund með Inga, Sigrúnu og Franza. Ég og Ingi vorum í keppni hvor okkar gæti hent Franza lengra, ég var að þykjast vera sæhestur og fór síðan í fílu þegar einhver sagði að sæhestar segðu ekki "Brííííí,brííííí!"
Það er ekki mikið meira að ske. Vinna og síðan djamm næstu helgi.
Þar til næst...
þriðjudagur, júlí 3
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli