fimmtudagur, janúar 31

Sjóara lingóið

Mér datt þetta í hug þegar ég var að reyna að ná í hann pabba minn á sjónum í gærkveldi og ég hringdi óvart upp á brú (þeir sem eru ekki inn í lingóinu þá er það þar sem stýrið er ;o), svo var ég að pæla ef ég hefði eitthvað verið að rabba við skipstjórann hvað hefði maður átt að tala við hann um. Hérna eru nokkur dæmi sem mér datt í hug:
"Hvað er dallurinn fljótur upp í 5 hnúta?"
"Hvað ertu lengi að bóna hann??"
"Svínliggur hann ekki á sjónum"
"Hvað er ferlíkið að eyða??"

ég varð nú bara að skrifa þetta hjá mér, svona svo að ég hafi um eitthvað að tala ef ég hitti skipstjórann hans pabba einhverntímann.

En ég er nú að fara á Hótel Rangá um helgina með familíunni, við erum að fara að halda upp á sjötugsafmælið hennar ömmu og ætla allir að koma saman og hafa gaman.
Ég finn á mér að þetta verður mikið fjör, því að skemmtilegustu djömmin eru nú með mömmu, pabba og móðurættinni minni :o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Anna langt síðan ég sá þig! ég rakst á síðuna en sá enga gestabók og varð nú að skilja eftir mig spor. Ég sé að þú ert nú pínu lík mér með eitt að vera ekki dugleg að blogga;) hehe en til hamingju með að vera gift.Endilega vertu í bandi ef þú hefur áhuga þá er mailið mitt hugrun_joseps@hotmail.com (þetta er msnið mitt líka þér er alveg óhætt að adda mér) kv Hugrún gömul skólavinkona þín;)