miðvikudagur, júlí 12

Rokkdruslan að horfa á Rockstar

Jæja það er ekki hægt að blogga í dag án þess að minnast á Rockstar Supernova, kannski er maður að skíta á þjóðarstolt íslendinga, en hvað í fjandanum er Magni að gera þarna úti??
Það er ekki nóg að hann sé að ljúga að öllum að hann sé einn 10 þekktustu söngvurum á Íslandi(ég gæti lengi talið upp þekkta söngvara á Íslandi, Magni mundi ekki vera í topp10) þá er hann ekkert það góður. Ég verð að vera sammála honum vini mínum Frosta í Mínus, maður fær bara nettan aulahroll.
Það vita líka flestir að Brain Police er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum og hann Jenni minn uppáhaldssöngvari, af hverju í helvítinu fór hann ekki áfram???? Hann er betri söngvari og rokkari heldur Mr.Á móti sól.
Jæja ég ætla að fara að horfa á elimination-ið í Rockstar, þrátt fyrir allt þá heldur maður með þessu gimpi.
Go litli pungur!!

5 ummæli:

Glimmergella sagði...

Ertu nú ekki að vera full dómhörð á hann Magna "okkar". Hann sagðist nú aldrei vera besti söngvarinn eða neitt- bara einn af 10 þekktustu - og þótt þú þekkir þá marga fleiri og betur þá held ég nú samt að allar stelpur 8 - 19 ára þekki Magna, fyrir utan alla aðra. Poppheimurinn er after all vel ríkjandi í íslensku tónlistarlifi - hvað sem svo viðkemur gæðum!
Svo er þetta heldur ekki spurning um hver sé besti söngvarinn - heldur hver passi best inn í bandið.

Sjálf hef ég ekki gefið mig út fyrir að vera neitt brjálað Magna-fan, en ég er þrælánægð með strákinn og finnst hann vera að standa sig vel þarna úti.

Svona er nú alltaf gott að vera Íslendingur - alveg að rifna úr stolti eins og vanalega ;)

Nafnlaus sagði...

Mér fannst Magni standa sig rosa vel í þessari viku og fólk er greinilega að fíla hann aðrir en við íslendingar því hann var aldrei í botnsæti. Hann er soldið sveitaballslegur en hann kemur vel út í raunveruleikaþáttunum, ekkert með svona kjaft eins og sumir þarna. Ég er eiginlega bara mjög sátt við að hann hafi farið þó að ég hafði aðra í huga sem mér finnst syngja betur á prufunni hérna heima.
ÁFRAM MAGNI
ROCK ON

Anna Sjöfn sagði...

Málið var að það voru svo margir í þessum prufum sem voru betri en hann og mundi henta betur í þessa hljómsveit. Það er verið að leita eftir söngvara í hljómsveit með fyrrum meðlim Metallica og þess vegna efast ég um að hann komist áfram.
En mér finnst hann samt duglegur að hafa komið sér þangað svo að ég segji ennþá áfram littli pungur.

Velkomin í Ruglið!!! sagði...

Ég er voðalega sátt við að hann sé þarna :) Held að hann hafi komist þettalangt þar sem hann er nokkuð heill á geði og góður og fjölhæfur söngvari... það skipti víst alveg gríðalega miklu máli :):)

Nafnlaus sagði...

hehe, þú meinar að þeir þurfi ekki annan Lee í bandið? Já og hæ Anna, langt síðan ég hef kíkt á þig.