Það er bara allt að vera vitlaust í lífi Rokkdruslunar þessa dagana(ja svona miðað við síðastliðna atvinnulausa mánuði).
Fyrir helgi fékk ég símtal frá herramanni sem tók við mig eins og hálfs tíma ítarlegt atvinnuviðtal í sambandi við Hótel Eldhesta, starfið er skrifstofustarf og eiginlega að sjá um almennan rekstur hótelsins. Hann hringdi og sagði að ég væri efst á hans lista og honum leist mjög vel á mig :oD
Ekki nóg með það, í dag hringdi fangelsisstjórinn á Litla-Hrauni,
ÉG FÉKK FANGAVARÐASTARFIÐ LÍKA! ! ! ! ! ! !
mér finnst þetta alveg brilliant og svakalega fyndið. Núna er bara málið hvort að ég eigi að taka skrifstofu/hótel vinnu sem ég veit að ég er vön og á eftir að brillera eða hvort að ég eigi að taka áhugaverða starfið á Litla-Hrauni, þar sem ég á eftir að smellpassa í og svo þekkji ég líka tvo einstaklinga sem eru að afplána sinn dóm svo að ég þekkji allavega einhvern ;)
Ég hef ákveðið að láta græðgina ráða þessu og ætla að bíða og sjá hvað Eldhestar eru viljugir að borga mér og ákveða þannig ;)
B.t.w Dóra mín, ef að það varst þú sem Eldhesta-maðurinn hringdi í eftir meðmælum þá var það alveg að virka, hann hringdi á einhverja 2-3 staði og allir mæltu eindregið með mér.
Takk fyrir það ;)
Ég vil líka minna á lokatónleika Dark Harvest á morgun á Classic Rock, það mun verða mikið stuð og Gísli vinur minn og Jenni úr Brain Police eru að syngja með strákunum, svo að þetta verður gaman. Svo drullið ykkur á staðinn.
föstudagur, desember 15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
You're welcome baby :) ...ég þurfti ekki einu sinni að ljúga neinu !!!
Ég ætti samt kannski að rukka þig um aukamínútugjaldið á símanum mínum þar sem hann hringdi í mig alla leið til Svíþjóðar, þar sem ég sat á kaffihúsi í mestu makindum. Ræðum það bara síðar ;)
Til hamingju með bæði störfin :)
Til hamingju með störfin :)
Bwahaha ég biðst forláts á þessari truflun ;) og þakka ykkur fyrir stelpur ;)
Skrifa ummæli