miðvikudagur, mars 7

Uppáhalds manneskjunar í lífi mínu.

Já það er komið að næsta bloggi í röð blogga um skemmtilegasta fólkið mitt.

Næst í röðinni er hún Berglind Inga Guðmundsdóttir, gengur hún líka undir BIG(upphafsstafir ekki líkamspartastærð), BInga og í eldgamla daga var hún um stund kölluð Bagga-Begga eftir að ég heyrði hana tala við bagga í sveitinni. Hún vill alls ekki vera kölluð Begga!

Þetta er hún BERGLIND. Við erum búin að vera bestu vinkonur síðan í grunnskóla eða í 11 ár. Hún er opinbert húsdýr Löngumýrarinnar og kemur það fyrir að hún skríði uppí ofsalega kát á morgnanna þegar hún nennir ekki að bíða lengur eftir að maður vakni.Hún er nýbúin með skólann sinn og gerir það hana að kennara. Eftir skólann fannst henni ekki vera sjálfsagt skref að fara að kenna heldur flutti til Danmerkur þar sem littli heiðinginn er að gera allt vitlaust í kristnum söngskóla.
Besti kosturinn hennar er kaldhæðnishúmorinn hennar en ég verð að segja að versti kosturinn hennar er að neita fram í rauðan dauðann að hún hafi rangt fyrir sér, það getur verið fyndið á köflum ;o)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þess má líka geta að BIG er stafsetningarlögga og mun örugglega sekta eða aðvara blogghöfund fyrir ólöglega notkun á yfsílon....

Nafnlaus sagði...

Hehe, er hún málfræðilögga;)

Unknown sagði...

If you only knew! ;o)

Nafnlaus sagði...

Hahaha... takk fyrir brilliant umfjøllun! Ég byrjadi einmitt á svipadri en komst yfir eina manneskju ádur en ég gleymdi thví ad ég var ad blogga um uppáhaldsfólkid mitt! :p

Du gleymdir ad nefna ed einungis du, Maddi og Gardar hafa leyfi til ad kalla mig Beggu - ødrum verdur slátrad ef their reyna thad ;o)

Maddi: Ég hef ekki efni á thví ad sekta fólk thessa dagana notandi thessa ó-lekkeri stafi: th og ø í stadinn fyrir mína ástkæru stafi.

*knús og kram* frá Baunalandinu thar sem "lestin er ad fara (lestin er ad fara) og ég fer med..." vúhúhúhúhú ;o)