þriðjudagur, apríl 10

The Donator 2 ! ! !

Ohh hvað þessir páskar hafa verið fínir.....ég var í 5 daga fríi og gerði mest lítið. En ég fékk heimsókn frá afar skemmtilegu pari, þeim Berglindi og honum Kristni(note to self, ekki gera grín að nafninu hans). Við höfðum það bara gott og sötruðum léttvín og bjór og spiluðum Trivial Pursuit. Good times, good times...
Fékk síðan gleðilegt símtal frá einum af bróður mínum á föstudegi þar sem ég var í miðjum klíðum að kjamsa á tacos, hann vildi fá nýrað mitt og gaf mér ár til þess að kveðja það. Gott með þig :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna mín... nafn hins ó-kristna kærasta míns er fallbeygt svona:

nf. Kristinn
þf. Kristin
þgf. Kristni
ef. Kristins

Þú missir eitt rokkstig fyrir þessa yfirsjón en sleppur við hýðingu á Austurvelli á 17. júní.

Nafnlaus sagði...

Ok, svo kærasti málfræðilöggunar heitir Kristinn.
Hehe, svsem aldrei pælt í þessu nafni öðruvísis en það sé kallamannsnafn. En Anna fyrir spaugilegu hliðina á öllu. Það er nú svo gott með þig Anna mín.