Já þessi titill segir það allt!
Gerði margt þessa helgi enda var hún í lengra laginu. Pabbi kom í land í Reykjavík á laugardaginn og ég og Maddi kipptum honum með í verslunarleiðangur i Smáralindinni og síðan þurfti hann að fara aftur um borð og sigla út fyrir sjóndeildarhringinn.
Fór í 2 fermingar á sunnudag, mjög gaman og mjög góður matur. Ein villingafrænka hans Madda kom í ferminguna og talaði um við hann tengdapabba minn (sem er 76 ára) að hverskonar stóðhestalíf væri á honum því hann átti svo marga krakka, síðan fór hún að tala um að kannski væru þeir ekki allir undan honum.....gaman að fá svona fólk i fermingar að lífga upp á andrúmsloftið.
Síðan aðalmál helgarinnar, ég fór áðan og fékk húðflúr hjá houm bróður mínum! Og út af hann er bróðir minn þá vill hann ekki að ég sé að borga honum fyrir flúrið svo að ég bakaði fulla körfu af MÖFFINS handa drengnum og var það rosalega vinsælt :o)
Flúr sem urðu fyrir valinu var risastór dreki á vinstri upphandlegginn og síðan eitt á ökklann sem er leyndó (fólk verður bara að koma og sjá)
En ég verð að fara að gera mig klára fyrir morgundaginn.
Commentið krippildin ykkar!
mánudagur, maí 28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Komment - AnnaPanna ég veit alveg hvað er á fæti þínum þó ég hafi ekki séð það - bara af því ég er krippildi !
Og ég veit hvað fer á hnakkann á þér þó það sé ekki komið þar enn, því við erum svo mikil krippildi ;o)
híhíhíhíh MOHOHOHOHO AHAHHAHHAHAH
ég veit líka hvað er á fætinum á þér, fékk að vita það beint frá flúraranum sjálfum ;)
Þegar þetta er gróið þá skelli ég kannski inn mynd af þessu :)
Skrifa ummæli