Ég og eiginmaður minn eyddum helginni í góðra vina hópi í Undralandi, sem er óðalssetur Árdyzar (helvítis veislustjórans). Þetta var svo óhemju skemmtileg helgi að ég verð að koma með örlitla ferðasögu.
Föstudagur: Var brunað í Rauðu Eldingunni í Undraland. Ferðin tók u.þ.b 4,5 klst sem ég mest eyddi í að skemmta eiginmanni mínum með hnittni minni. Við komu á Undraland tók á móti okkur haugafullur óðalseigandi sem fannst óþarfi að nota grilltengur á grillið heldur notaði bara mótorhjólahanskana.
Við borðuðum grillmat og fórum í sannleikann eða kontor þar sem ýmis leyndarmáli komu í dagsins ljós.
Laugardagur: Ég, Sigursteinn, Anna Sigga og Guðný fórum í mini-roadtrip og fórum í einhverja laug in the middle of nowhere. Þar var enginn starfsmaður þar heldur kassi þar sem fólk var vinsamlegast beðið um að skilja eftir pening fyrir aðgangseyri. Það var svona náttúru "heitupottur" þarna sem var algert yndi og framleiddi mikið af bubbles sem var rótinn af mörgum prumpubröndurum.
Eftir sund brunuðum við í Hólmavík þar sem við fórum í afmælið hans Adda bró (sem er bróðir helvítis veislustjórans, margir muna kannski eftir honum að hann söng í athöfninni í brúðlaupinu).
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hef ekki farið í skemmtilegra teiti. Þetta var haldið í hlöðu þar sem allt var skreytt með kertum og seríum. Í boði var kjötsúpa og annar séríslenskur matur.
Síðan voru ræður, skemmtiatriði og auðvitað söngatriði. Kvöldið endaði eiginlega með Undralandsbúum og afmælisbarni og öðru skemmtilegu fólki, þar sem við sungum og dönsuðum við Metallica og Ham fram undir morgun.
Þetta var í heildina svakalega skemmtileg og afslappandi helgi. Um næstu helgi er búist við að fara í afmæliskvöldverð á´Fjöruborðið , klára tattoo og detta í það með ástkærum bróður mínum :)
Þangað til næst!
mánudagur, júlí 30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Takk fyrir æðislega helgi sæta kona & maðurinn þinn!!
Takk sömuleiðis, þetta var algerlega yndislega helgi :oD
Sjaldan skemmt mér betur :)
Glæsilegt að fá ykkur hjónakornin í heimsókn í afmælið. Það varð heilmikið skemmtilegra fyrir vikið :)
Já þetta var æðislegt! Verið velkomin sem fyrst aftur :o)
Ég roðna bara ;o)
En okkur Madda fannst svo gaman hjá ykkur að við erum búin að semja við Árdyzi um að fá að vera í Undralandi í nokkra daga í sumar :o)
Ég hlakka alveg hrottalega mikið til :oD
Ég roðna bara ;o)
En okkur Madda fannst svo gaman hjá ykkur að við erum búin að semja við Árdyzi um að fá að vera í Undralandi í nokkra daga í sumar :o)
Ég hlakka alveg hrottalega mikið til :oD
Skrifa ummæli