fimmtudagur, desember 20

Ég kem alltaf aftur eins og jólasveinninn :oD

Ég hef ákveðið að taka upp skrif mín aftur, því ég hef saknað þess sárt á þessum mánuðum síðan ég hætti. Það er nokkuð um fréttir í lífi mínu þessa stundina, það sem ber hæst er:

1. Við erum að fara að selja littla kotið okkar og ætlum að flytja aftur heim (Reykjavík), þið getið séð það hér. Eins og þeir segja, home is where the heart is :)
Það er rosalega rólegt á fasteignamarkaðinum svona í desember, svo er ekkert að hjálpa til þegar bankanir koma því á að það sé ekki hægt að yfirtaka lán með 4,15% vöxtum. Djös plokk.

2. Ég er hætt hjá Eldhestum og er farin að vinna hjá Læknastöðinni í Orkuhúsinu. Rosalega gott að vinna þar og yndislegt fólk. Sakna samt múltí kúltúrsins frá Eldhestum.
Eins og á fasteignamarkaðinum þá er rosalega rólegt hjá læknum í desember, svo ég eyði mörgum dögum í Tetris og Bubbles.....og blogg :)

3. Ég verð AUNTIE aftur í maí, Ingi bróðir er með barni ;o) Vona að þetta verði jafn vel heppnað og það seinasta :oD
Ég hef ákveðið það að ætla dekra þetta alveg jafn mikið og það seinasta. Mússímú!

Jæja ég ætla ekki að kaffæra ykkur með fréttum og lýk þessu hér. Mun samt blogga meira á næstu dögum, þar sem eftir þennan dag er ég komin í jólafrí þangað til 2. janúar. Vei vei vei !


2 ummæli:

Little miss mohawk sagði...

Velkomin aftur ljúfan !

Glimmergella sagði...

Já, þú ert einmitt búin að vera rosa dugleg að blogga í jólafríinu ;)

Gleðilegt ár gamla :)