þriðjudagur, janúar 15

Jesús Kristur

Ohh ég er alveg hræðilegur bloggari.
Ég er að pæla í að koma með leikhúsgagnrýni því ég fór með Madda mínum. Árdyzi og Ernu og Jesus Christ Superstar um helgina.

Ég hef ekki farið á marga söngleiki um ævina svo ég var mjög spennt yfir þessu öllu.
GÆSAHÚÐ er eina orðið sem maður finnur yfir byrjuninnni á leikritinu, uppáhaldssöngvarinn minn hann Jens Ólafsson sem leikur Júdas(Jenni í Brain Police) fór á kostum og er ég á því að hann hafi verið stjarnan í leikritinu.

Ég verð að viðurkenna að mér fannst gamla þýðingin vera betri, það er kannski bara út af maður hefur verið að syngja hana í hárburstan síðan maður var 13 ára. En þessi var nú samt ekki alvond.

Krummi sem leikur Jesú hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér og mætti segja að ég þoli hann ekki. Álit mitt á honum skánaði örlítið við sýninguna en samt ekki mikið.

Hljómsveitin var afbragðsgóð og hafði ég gaman að eina kvenmanninum í henni sem masteraði fiðluna.

Í heildina var þetta alveg yndislegt leikrit og mæli með því við alla :)


Núna er ég komin á fullt í blogginu og ætla að blogga með styttra millibili en hef áður gert :)

4 ummæli:

Little miss mohawk sagði...

Skilgreining: "núna er ég komin á fullt í blogginu" - þýðir að þú getir ekki hamið þig að skrifa amk tvisvar á dag - hehehehehhe

Nafnlaus sagði...

líst vel á þetta hjá þér anna, hlakka til að lesa ;)

Nafnlaus sagði...

æ drasl, þetta var Margrét sem skrifaði þetta að ofan

Nafnlaus sagði...

sæl gamla vinkona rakst á síðuna þína og vildi nú kvitta fyrir komuna alltaf gaman að sjá gamla félaga blogga þótt ég sé nú ekki sjálf dugleg við það en Gleðilegt ár og ég ætla að reyna að vera dugleg að kíkja á þig kv Hugrún